Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Edvald (Jakob) Johnsen (Jakobsson)

(1. mars 1838–25. apríl 1893)

Nuddlæknir.

Foreldrar: Jakob verzlunarstjóri Johnsen í Húsavík og kona hans Hildur Jónsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1853, stúdent 1859, með 1. einkunn (89 st.), stundaði fyrst guðfræði í Kh., en síðan læknisfræði og tók próf í háskólanum í Kh. í júní 1867, með 2. einkunn betri (13714 st.). Var settur læknir í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum 1867–8. Var í spítölum í Kh. 1868–9, læknir í Mern á Sjálandi 1869–"70.

Var nuddlæknir í Kh. frá 1870 til æviloka, dvaldist í Amsterdam 1873 til þess að kynna sér þær lækningar. Gaf málverk sín listasafni Íslands. Greinir í Nýjum félagsr. og Hospitalstid.

Þýddi (úr þýzku): P. Niemeyer: Almenfattelig Sundhedslære, Kh. 1879. Ókv. og bl. (Skýrslur; Lækn.; Árb. Fornlfél. 1920).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.