Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ebenezer Þorsteinsson
(1769–3. okt. 1843)
Sýslumaður.
Foreldrar: Síra Þorsteinn Jónsson að Eyjadðalsá, síðar á Skinnastöðum, og kona hans Ingibjörg Gunnarsdóttir stúdents að Ásgeirsbrekku, Þorlákssonar. Tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent þaðan 15. maí 1795, með allgóðum vitnisburði. Var á sumrum á skólaárum sínum hjá Vigfúsi sýslumanni Scheving á Víðivöllum. Varð djákn að Þingeyraklaustri 1796, en fór utan 1799 og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 10. maí 1800, hafði lokið aðgönguprófi 29. apríl s. á. Hann lauk prófi í dönskum lögum með 2. einkunn 29. júní og 7. júlí 1801, varð þá um haustið aðstoðarmaður Jóns sýslumanns Jakobssonar að Espihóli, en féll það eigi, gerðist haustið 1802 skrifari hjá Lúðvík amtmanni Erichsen og var hjá honum, til þess er hann andaðist. Í málum Finns sýslumanns Jónssonar og Stefáns Schevings var hann settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu 27. nóv. 1804 til 1. febr. 1806, fór síðan að búa í Fremri Langey; settur 7. ág. 1810 sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, í forföllum Jóns sýslumanns Johnsoniuss, en var settur á sjálfs sín ábyrgð 18. júlí 1812 og sleppti sýslunni sumarið 1834. Þar bjó hann í Hjarðardal ytra til dauðadags. Hann var fjáraflamaður og kallaður nokkuð brellinn, lítt vinsæll, ekki talinn mikill lagamaður, gestrisinn heima fyrir og greiðasamur, drykkjumaður allmikill, svo að hann spillti með því heilsu sinni.
Kona (28. okt. 1806): Guðrún (f. 1789, d. 10. okt. 1865) Þórðardóttir aðstoðarprests í Skarðsþingum, Ólafssonar.
Dætur þeirra: Anna Kristín átti fyrr Kristján dbrm. og hreppstjóra Guðmundsson í Vigur (s. k. hans), en síðar Sigmund Erlingsson í Vigur, Ingibjörg átti Kristján sýslumann Skúlason Magnusen að Skarði, hálfbróður móður sinnar (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. TII.; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Síra Þorsteinn Jónsson að Eyjadðalsá, síðar á Skinnastöðum, og kona hans Ingibjörg Gunnarsdóttir stúdents að Ásgeirsbrekku, Þorlákssonar. Tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent þaðan 15. maí 1795, með allgóðum vitnisburði. Var á sumrum á skólaárum sínum hjá Vigfúsi sýslumanni Scheving á Víðivöllum. Varð djákn að Þingeyraklaustri 1796, en fór utan 1799 og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 10. maí 1800, hafði lokið aðgönguprófi 29. apríl s. á. Hann lauk prófi í dönskum lögum með 2. einkunn 29. júní og 7. júlí 1801, varð þá um haustið aðstoðarmaður Jóns sýslumanns Jakobssonar að Espihóli, en féll það eigi, gerðist haustið 1802 skrifari hjá Lúðvík amtmanni Erichsen og var hjá honum, til þess er hann andaðist. Í málum Finns sýslumanns Jónssonar og Stefáns Schevings var hann settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu 27. nóv. 1804 til 1. febr. 1806, fór síðan að búa í Fremri Langey; settur 7. ág. 1810 sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, í forföllum Jóns sýslumanns Johnsoniuss, en var settur á sjálfs sín ábyrgð 18. júlí 1812 og sleppti sýslunni sumarið 1834. Þar bjó hann í Hjarðardal ytra til dauðadags. Hann var fjáraflamaður og kallaður nokkuð brellinn, lítt vinsæll, ekki talinn mikill lagamaður, gestrisinn heima fyrir og greiðasamur, drykkjumaður allmikill, svo að hann spillti með því heilsu sinni.
Kona (28. okt. 1806): Guðrún (f. 1789, d. 10. okt. 1865) Þórðardóttir aðstoðarprests í Skarðsþingum, Ólafssonar.
Dætur þeirra: Anna Kristín átti fyrr Kristján dbrm. og hreppstjóra Guðmundsson í Vigur (s. k. hans), en síðar Sigmund Erlingsson í Vigur, Ingibjörg átti Kristján sýslumann Skúlason Magnusen að Skarði, hálfbróður móður sinnar (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. TII.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.