Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arngrímur Eyleifsson

(um 1650–24. jan. 1690)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Eyleifur Sveinsson í Kalmanstungu og kona hans Helga Guttormsdóttir. Gekk í Hólaskóla og mun stúdent þaðan um eða skömmu eftir 1670. Var í yfirreið um Vestfjörðu með Þórði byskupi Þorlákssyni sumarið 1675. Hann bjó í Kalmanstungu eftir föður sinn og var auðugur að fé. Samtímamenn (Hestsannáll) segja, að hann hafi verið vel að sér um allt. Dauða hans bar að með þeim hætti, að hann lamdist til bana í ofsaveðri. Hann var ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.