Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ebenezer Guðmundsson

(31. júlí 1844–12. dec. 1921)

Gullsmiður.

Foreldrar: Guðmundur bókbindari Pétursson að Minna Hofi á Rangárvöllum og f.k. hans Guðrún Sæmundsdóttir, Friðrikssonar (prests að Borg á Mýrum, Guðmundssonar).

Hneigðist snemma að smíðum, tók sveinsbréf í gullsmíðum og stundaði síðan. Bjó að Hreiðurborg í Flóa frá 1876, setti fyrstur manna (1878) bú og gistihús að Kolviðarhóli, átti heima á Eyrarbakka frá 1879 og síðan.

Þjóðhagasmiður, hugvitssamur og söngelskur.

Kona (1876): Sesselja Ólafsdóttir að Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, Ólafssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur skósmiður á Eyrarbakka, Ebenezer vélstjóri í Rv., Jóhanna átti Pál múrara Magnússon í Rv., Ágústa átti Sigurð gullsmið Daníelsson á Eyrarbakka, Ólafía, Sigríður, Gróa (Óðinn XIX; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.