Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Dufgus Þorleifsson
(12. og 13. öld)
Bóndi í Hjarðarholti, Baugsstöðum og víðar.
Foreldrar: Þorleifur skeifa Þormóðsson Skeiðagoða, Guðmundssonar (SD.) og kona hans Þuríður Hvamms-Sturludóttir, Þórðarsonar.
Kona: Halla Bjarnardóttir, Þorbjarnarsonar, Þorbrandssonar að. Ölfusvatni (SD.). Synir þeirra: Svarthöfði, Björn drumbur, Kægil-Björn, Kolbeinn. Dufgus þókti mestur bóndi í Breiðafjarðardölum, meðan hann var í Hjarðarholti, vaskur maður. Og synir hans, „Dufgussynir“, voru einhverjar mestu höfuðhetjur á sinni tíð, mjög í bardögum og fylgd með frændum sínum, Sturlungum (Sturl.; Landn.).
Bóndi í Hjarðarholti, Baugsstöðum og víðar.
Foreldrar: Þorleifur skeifa Þormóðsson Skeiðagoða, Guðmundssonar (SD.) og kona hans Þuríður Hvamms-Sturludóttir, Þórðarsonar.
Kona: Halla Bjarnardóttir, Þorbjarnarsonar, Þorbrandssonar að. Ölfusvatni (SD.). Synir þeirra: Svarthöfði, Björn drumbur, Kægil-Björn, Kolbeinn. Dufgus þókti mestur bóndi í Breiðafjarðardölum, meðan hann var í Hjarðarholti, vaskur maður. Og synir hans, „Dufgussynir“, voru einhverjar mestu höfuðhetjur á sinni tíð, mjög í bardögum og fylgd með frændum sínum, Sturlungum (Sturl.; Landn.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.