Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Dethlev (eða Ditlev) Thomsen

(24. júlí 1867–12. febr. 1935)

Kaupmaður.

Foreldrar: Hans Th. A Thomsen kaupmaður í Rv. og kona hans, sem var dönsk (Anna Christine Sörensen). F. í Rv., en fluttist með foreldrum sínum til Kh. 1871, stundaði nám í latínuskóla þar, en vann síðan að verzlun bæði á Eyrarbakka og hjá föður sínum, var í Hamborg veturinn 1888–9 og skömmu síðar í Liverpool. Ferðaðist í markaðskönnun víða um lönd 1893–4. Samdi skýrslu um það í Andvara. Forstjóri eimskipaútgerðar landsjóðs 1896–7.

Varð meðeigandi í verzlun föður síns 1895, tók algerlega við henni við lát hans, 1899, og óx hún síðan mjög, fluttist til Kh. að fullu 1915 og gerðist stórkaupmaður. Var umboðsmaður Þjóðverjastjórnar í Rv. 1896–1915. Var mjög framarlega meðal kaupmanna, formaður félags þeirra og verzlunarskólastjórnar. Lagði oft fram rausnarleg tillög til nytjafyrirtækja.

Eftir hann er „Erindringer“ í Isl. Aarb. (Dansk-Isl. Samf.).

Vel gefinn og vel lesinn, en breytinn í háttum. Samdi leikrit (aldrei pr.), leikið í Íslendingafélagi í Kh. Var r. af dbr. o. fl.

Kona (1898): Ágústa Hallgrímsdóttir byskups Sveinssonar. Synir þeirra: Hallgrímur cand. jur. í Kh., Knud kaupm. í Rv. (Óðinn III; Isl. Aarb. VIL og VIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.