Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arngrímur Brandsson

(– – 13. okt. 1361)

Prestur. Faðir (?); Brandur skógur í Skógum undir Eyjafjöllum, Eyjólfsson (SD.). Fekk Odda 1334.

Varð munkur 1341, ábóti á Þingeyrum 1350, officialis 1354, en settur frá hvoru tveggja 1357, fyrir ljótar sakir, fekk þó árið eftir ábótadæmið aftur. Samdi sögu af Guðmundi byskupi Arasyni og orkti drápu um hann og annað kvæði um sama, 3 erindi varðveitt (Bps.11; Isl. Ann.; Dipl. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.