Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daði Steindórsson

(um 1648–1723)

Prestur.

Foreldrar: Steindór Daðason að Vatnabúðum í Eyrarsveit og kona hans Valgerður Eyjólfsdóttir smiðs á Glýsstöðum, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla (var þar veturinn 1669–70). vígðist prestur að Hóli í Bolungarvík 18. júlí 1680, með því að síra Jón Magnússon á Eyri sleppti þeirri sókn, fekk Gufudal 1687, en Otradal 1708, lét af prestskap 1719 og andaðist í Fagradal hjá syni sínum. Honum var 1722 ákveðið tillag til fardaga 1723 af prestsetrum í Vestfirðingafjórðungi. Svo er talið, að hann hafi samið rit um lækningajurtir, en það mun nú glatað. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs. og Höfuðgreinabók 1772).

Kona (1679): Jóhanna Jónsdóttir prests að Kvennabrekku, Ormssonar.

Sonur þeirra: Ormur sýslumaður í Fagradal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.