Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daði Níelsson, fróði („grái“ („gr.“) skrifaði hann sig oft sjálfur)

(1809–8. jan. 1857)

Fræðimaður, skáld. Albróðir síra Sveins á Staðastað. Eftir hann eru í handritum: Prestasögur og ýmiss konar fræðatíningur, ævisögur (Andvaka), kvæði og rímur: Um hrakning Erlends Guðmundssonar, af Tordenskjold, af Trojumönnum, af Urbanus sterka (sjá Lbs.).

Dvaldist á Akureyri um hríð frá nálægt 1850, var þar 2 vetur næturvörður, síðan oft í bóksöluferðum. Hann varð úti á Skagaströnd. Ókv. og bl. (JBf. Rith.; Þjóðólfur IX, 39).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.