Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daði Jónsson

(– – 1682)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Jón Jónsson á Melum og kona hans Margrét (d. 28. maí 1682, á 81. ári) Daðadóttir á Eyrarlandi, Árnasonar. Hann var um hríð utanlands ungur og nam trésmíðar (sjá JH. Ætt.), kom til landsins 1651. Nokkuru eftir það gekk hann í þjónustu Bessastaðafógeta, fekk Kjósarsýslu 1663, en gegndi og oft sýslumannsstörfum í Gullbringusýslu, bjó á Jörfa á Kjalarnesi. Hann hefir samið rit um galdur, „Einföld deklaration“ (JS. 606, 4to.). Hann týndist á útsiglingu á Höfðaskipi fyrir Langanesi.

Kona: Margrét (f. um 1640, d. 1716) Pétursdóttir Gams, er var þjónustumaður á Bessastöðum og á Arnarstapa.

Börn þeirra: Jónas (eða Jón) Gam rektor í Næstved, Pétur lögréttumaður að Vallá (f. um 1678, d. 1725), Sofía s.k. Lárusar sýslumanns Schevings (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.