Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daði Jónsson

(um 24. okt. [25. okt., Vita]. 1780–18. ág. 1837)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Ormsson í Sauðlauksdal og kona hans Ragnheiður Eggertsdóttir prests í Selárdal, Ormssonar. F. í Selárdal. Lærði undir skóla hjá föður sínum, tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra 1801, stúdent þaðan 17. júní 1804. Var síðan með föður sínum: næstu 4 ár, en tók að búa á Vatneyri 1808 og var þar, til þess er hann fluttist í sambýli við föður sinn í Sauðlauksdal, vígðist 23. júlí 1815 aðstoðarprestur föður síns, en missti prestskap vegna hórdómsbrots (með Guðrúnu Guðmundsdóttur að Auðkúlu í Arnarfirði, Arasonar) 1817 og fekk ekki uppreisn fyrr en 12. maí 1824. Bjó hann síðan á Geirseyri. Varð aðstoðarprestur síra Jóns Sigurðssonar í Dýrafjarðarþingum (samþykkt byskups dags. 2. sept. 1826) og fluttist þá að Minna Garði, fekk Sanda í Dýrafirði 27. okt. 1827, fluttist þangað vorið eftir og var þar til dauðadags, tók sér aðstoðarprest (síra Bjarna Gíslason). Var vel gefinn maður og vel þokkaður, góður kennimaður, stilltur og dagfarsgóður, heppinn blóðtökumaður, en drykkjugjarn nokkuð, og þurru við það efni hans.

Kona 1 (27. sept. 1808): Sigríður (d. 5. maí 1834, "70 ára) Þóroddsdóttir beykis, Þóroddssonar (ekkja Jóns Þorbergssonar Thorbergs verzlunarstjóra á Vatneyri); þau bl.

Kona 2 (1835): Steinunn (d. 23. maí 1866) Pálsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Hjálmarssonar (ekkja Árna Geirssonar Vídalíns); þau bl.

Launsonur síra Daða, er áður getur, var Benóný (f. 14. mars 1817, drukknaði 21. jan. 1867) í Meðaldal, merkismaður (Vitæ ord. 1815; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.