Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daði Jónsson

(16. og 17. öld)

Silfursmiður að Staðarfelli.

Foreldrar: Jón sterki að Svarfhóli í Laxárdal Ólafsson prests í Hjarðarholti, Guðmundssonar, og s.k. hans Guðrún, laundóttir Árna sýslumanns Gíslasonar að Hlíðarenda. Var afarmenni að burðum, sem þeir frændur margir.

Kona 1: Ragnhildur (d. 1607) Torfadóttir að Hrauni í Dýrafirði, Sigfússonar.

Börn þeirra: Síra Halldór að Hruna, Jón, Ólöf átti Teit Teitsson prests að Lundi, Péturssonar, Guðrún átti síra Jón Gunnlaugsson í Steinsholti, Valgerður átti síra Jón Pálsson að Vogsósum.

Kona 2: Sesselja Ásmundsdóttir að Stórólfshvoli, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Síra Jón í Arnarbæli, Ragnhildur átti Hannes Skálholtsráðsmann Helgason í Kolsholti (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.