Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daði Guðmundsson

(– –1563)

Sýslumaður.

Foreldrar: Guðmundur lögréttumaður Finnsson í Snóksdal og kona hans Þórunn Daðadóttir sýslumanns, Arasonar. Var fyrst sveinn Ögmundar byskups Pálssonar, fekk síðan umboð hans vestra, settist að í Snóksdal (um 1523) og bjó þar til æviloka, en hafði einnig bú á 3–4 stórbýlum öðrum. Varð sýslumaður í Þverárþingi vestan Hvítár fyrir 1535 og einnig í Dalasýslu um líkt leyti og Snæfellsnessýslu og hélt lengi, fekk Helgafellsklaustur 1543. Var maður harðdrægur, enda gerðist hann auðmaður mikill. Afarmenni í öllum efnum. Getið er hjákvenna hans, en eigi barna hans með þeim. Í róstum þeim, sem urðu innanlands um 1548–50 getur Daða framarlega og þá í mótspyrnu við Jón byskup Arason, var og settur í bann af honum, en er Jón byskup fór með her manns að Daða (Sauðafellsreið 1550), tók Daði hann höndum. Er til ritgerð eftir Daða um framkomu Jóns byskups.

Kona: Guðrún (f. 1489) Einarsdóttir prests og skálds á Stað á Öldvhrygg, ekkja Halldórs Jónssonar að Fróðá.

Börn þeirra Daða: Einar, dó ungur, Þórunn átti Björn umboðsmann Hannesson hirðstjóra, Eggertssonar (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.; Saga Ísl. IV.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.