Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Daði Eggertsson
(um 1642–20. ágúst 1664)
Stúdent?
Foreldrar: Eggert sýslumaður Björnsson hinn ríki að Skarði og kona hans Valgerður Gísladóttir lögmanns, Hákonarsonar.
Lærði í Hólaskóla, en ekki víst, hvort hann varð stúdent. Hans getur á alþingi 1658, 1660 og 1663. Þar var hann og 1664, en á heimleið þaðan kenndi hann sóttar, lagðist, er heim kom, og andaðist eftir nokkura legu. Þá veiktust allar systur hans, og andaðist ein þeirra, Ragnheiður, 2 dögum síðar en Daði. Hann var lofaður Helgu Þorláksdóttur í Súðavík, Arasonar, sem síðar átti Jón sýslumann eldra Vigfússon, og hafði verið sókt um hjúskaparleyfi handa þeim vegna frændsemi. Um hann er sagt, að hann hafi verið „þægilegur maður og kom sér vel, svo að fáir ungir menn voru hans líkar“ (HÞ.).
Stúdent?
Foreldrar: Eggert sýslumaður Björnsson hinn ríki að Skarði og kona hans Valgerður Gísladóttir lögmanns, Hákonarsonar.
Lærði í Hólaskóla, en ekki víst, hvort hann varð stúdent. Hans getur á alþingi 1658, 1660 og 1663. Þar var hann og 1664, en á heimleið þaðan kenndi hann sóttar, lagðist, er heim kom, og andaðist eftir nokkura legu. Þá veiktust allar systur hans, og andaðist ein þeirra, Ragnheiður, 2 dögum síðar en Daði. Hann var lofaður Helgu Þorláksdóttur í Súðavík, Arasonar, sem síðar átti Jón sýslumann eldra Vigfússon, og hafði verið sókt um hjúskaparleyfi handa þeim vegna frændsemi. Um hann er sagt, að hann hafi verið „þægilegur maður og kom sér vel, svo að fáir ungir menn voru hans líkar“ (HÞ.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.