Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arngrímur Bjarnason

(um 1670–1724)

Skálholtsráðsmaður.

Foreldrar: Síra Bjarni Arngrímsson (prests lærða) og kona hans Sesselja Þorvarðsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Ólafssonar. F. á Höskuldsstöðum. Hann gekk í Hólaskóla og hefir orðið stúdent þaðan fyrir 1693, en um 1690 hefir hann átt heima í Gröf á Höfðaströnd, hjá Ragnheiði Jónsdóttur, ekkju Gísla byskups Þorlákssonar. Árið 1702 varð hann ráðsmaður í Skálholti, hjá frænda sínum, Jóni byskupi Vídalín, og virðist hafa haldið því starfi til 1711.

En Hamraumboði eða umboði Skálholtsjarða í Árnesþingi hélt hann, meðan Jón Vídalín var byskup, varð aftur ráðsmaður í Skálholti 1717 og eftir lát byskups var hann aðalráðsmaður og umboðsmaður ekkju hans, en Jón byskup Árnason tók af honum Hamraumboð haustið 1722 og bar það fyrir, að hann ætti heima of langt frá landsetum, en þá bjó Arngrímur í Krýsuvík; áður hafði hann búið í Hraungerði. Hann fórst af grjóthruni úr Krýsuvíkurbjargi, er hann var í sölvafjöru.

Kona: Guðrún (f. um 1668) Jónsdóttir lögréttumanns að Urðum, MIugasonar (þau bl.), og var hún ekkja fyrirennara hans í ráðsmannsstöðu í Skálholti, Sigfúsar Þórðarsonar. Guðrún bjó í Hraungerði eftir lát fyrra manns síns og bjó þar enn 1709 ógift. Eftir lát hans fluttist hún að Járngerðarstöðum í Grindavík, d. þar 1732 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.