Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daði Arason, Dalaskalli

(-og 16. öld)

Sýslumaður.

Foreldrar: Ari „lögréttumaður Daðason í Snóksdal og f. k. hans Guðríður Bjarnadóttir. Hefir verið um hríð nyrðra með bróður sínum, Torfa hirðstjóra og riddara. Er sýslumaður í Snæfellsnessýslu a. m. k. 1459. Hefir lifað fram yfir 1500, d. fyrir 27. júní 1502.

Kona: Þorbjörg Bessadóttir sýslumanns, Einarssonar.

Börn þeirra: Þórunn átti Guðmund lögréttumann Finnsson að Dunki, síðar í Snóksdal, Elín átti Orm Illugason að Dunki, Sæunn átti Sæmund Björgólfsson (?) að Reykjum í Tungusveit, Matthildur f.k. Einars (líkl. Ólafssonar að Auðkúlu).

Kona 2: Þóra Þórarinsdóttir, og áttu þau mörg (8 börn). en hjónaband þeirra var dæmt ógilt 1502 vegna meinbuga.

Launsonur Daða: Sigurður sýslumaður í Snóksdal, síðar í Bjarnarhöfn (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.