Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Davíð Scheving Thorsteinsson

(5. okt. 1855–6. mars 1938)

Læknir.

Foreldrar: Þorsteinn verzlunarstjóri á Ísafirði, síðar í Æðey, Þorsteinsson og kona hans Hildur Guðmundsdóttir sýslumanns Schevings í Flatey.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1870, stúdent 1876, með 2. einkunn (57 st.), próf úr læknaskóla 9. júlí 1880, með 1. einkunn (98 st.). Var í spítölum í Kh. 1880–1. Varð 5. maí 1881 héraðslæknir í 5. læknishéraði, bjó þar lengstum að Brjánslæk. Fekk Stykkishólmshérað 12. sept. 1894, Ísafjarðarhérað 17. júní 1901, fekk lausn 2. ágúst 1917, frá 1. okt. s. á. Fluttist síðan til Rv., var þar sóttvarnalæknir 1918–21. Formaður skátafélagsins Væringja 1927–30 (og heiðursfélagi þess) og í 12 ár formaður í skátaráði kvenskáta. R. af dbr. 11. ágúst 1907, r. af fálk. 1926, stórr. af fálk. 1934, heiðursmerki skáta 1928. Þýð.: Kr. Brandt: Ljósmóðurfræði, Rv. 1923; Barnið, bók handa mæðrum, Rv. 1926; greinir fáeinar í tímaritum (Andvari, sögur frá ýmsum löndum, Sjóalmanak, Skátabók, Ljósmæðrabl., Skírnir).

Kona (14. júlí 1885): Þórunn (f. 5. okt. 1860, d. 16. mars 1942) Stefánsdóttir prests í Vatnsfirði, Stephensens.

Börn þeirra, sem upp komust: Stefán stúdent, Þorsteinn lyfsali í Rv., Magnús verksmiðjueigandi í Rv,. Anna símamær, Þórhildur, Guðrún, Einar kaupmaður.

Sonur Davíðs læknis fyrir hjónaband: Hermann fór til Vesturheims (bóndi þar) (Skýrslur; Lækn.; Unga Ísl., 28. árg.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.