Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Davíð Kristjánsson

(1. maí 1878–11. dec. 1942)

. Trésmiður. Foreldrar: Kristján Jónsson á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði og kona hans Guðrún Bjarnadóttir á Vöglum, Jónssonar. Stundaði sjómennsku á Vestfjörðum 1893–1900. Nam trésmíði í Reykjavík 1900–04.

Settist að í Hafnarfirði, stundaði iðn sína þar og átti þar heima til æviloka. Byggingar- og heilbrigðisfulltrúi frá 1938 til æviloka. Bæjarfulltrúi 1918 –38 og forseti bæjarstjórnar í 8 ár. Tók þátt í margháttuðum félagsmálum; var í stjórn h.f. Dvergs, í stjórn fríkirkjusafnaðar og iðnaðarmannafélags; formaður Guðspekistúku Hafnarfjarðar í mörg ár. Kona 1 (1905): Ástríður (d. 1926, 53 ára) Jensdóttir í Feigsdal við Arnarfjörð, Jónssonar. Börn þeirra: Jens trésmíðameistari í Hafnarfirði, Kristján verzim. (dáinn), Gunnar bankamaður í Rv., Guðrún dó í æsku. Kona 2 (1930): Una (f. 26. okt. 1895) Vagnsdóttir á Hallsteinsnesi í Gufudalssveit, Guðmundssonar; þau bl. (Br7.; Almanak þjóðvinafélags 1944; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.