Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Davíð Jónsson (Mála-Davíð)
(líkl. 1768–5. jan. 1839)
Skáld á Brattlandi á Síðu, áður að Hofi í Öræfum.
Foreldrar: Jón „lærði“ að Ási í Kelduhverfi Jónsson (á Bakka á Tjörnesi, Sveinssonar) og kona hans Ingibjörg Grímsdóttir lögsagnara að Giljá, Grímssonar. Gáfumaður, ættvís og skáldmæltur (sjá Lbs.). Eftir hann eru rímur af Illuga Gríðarfóstra (í Lbs.).
Nokkur kvæði hans eru í Sunnanfara I. Viðurnefni sitt fekk hann af deilum við Þórð sýslumann Thorlacius.
Kona 1: Ólöf Þorvarðsdóttir, ekkja Steingríms Halldórssonar á Hnappavöllum (sonur þeirra síra Jón að Hruna).
Börn þeirra Davíðs: Halldór (hefir skrifað upp handrit, sjá Lbs.), Símon dumbi.
Kona 2: Guðbjörg Jónsdóttir úr Landbroti (BB. Sýsl.; Sunnanfari I).
Skáld á Brattlandi á Síðu, áður að Hofi í Öræfum.
Foreldrar: Jón „lærði“ að Ási í Kelduhverfi Jónsson (á Bakka á Tjörnesi, Sveinssonar) og kona hans Ingibjörg Grímsdóttir lögsagnara að Giljá, Grímssonar. Gáfumaður, ættvís og skáldmæltur (sjá Lbs.). Eftir hann eru rímur af Illuga Gríðarfóstra (í Lbs.).
Nokkur kvæði hans eru í Sunnanfara I. Viðurnefni sitt fekk hann af deilum við Þórð sýslumann Thorlacius.
Kona 1: Ólöf Þorvarðsdóttir, ekkja Steingríms Halldórssonar á Hnappavöllum (sonur þeirra síra Jón að Hruna).
Börn þeirra Davíðs: Halldór (hefir skrifað upp handrit, sjá Lbs.), Símon dumbi.
Kona 2: Guðbjörg Jónsdóttir úr Landbroti (BB. Sýsl.; Sunnanfari I).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.