Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Davíð Jónsson

(28. mars 1804–20. febr. 1865)

Skáld.

Foreldrar: Jón Jónsson í Brekknakoti í Reykjahverfi og kona hans Salóme Guðmundsdóttir. Í Lbs. eru kvæði eftir hann.

Kona (10. apr. 1833): Gyða (f . 10. febr. 1804) Finnbogadóttir í Vík á Flateyjardal, Hjálmarssonar.

Þau bjuggu allan sinn búskap á Eyri á Flateyjardal. Davíð var síðustu æviár sín húsmaður á Ísólfsstöðum á Tjörnesi og því oft kenndur við þá.

Börn þeirra: Snæbjörn, Hallgrímur, var í Húsavík, Hólmfríður kona Kristjóns Jónssonar á Ísólfsstöðum, þess er kallaður var „Grímseyjarfari“ (Heimild einkum BrSv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.