Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Davíð Guðmundsson

(1770– 9.apríl 1839)
. Hreppstjóri. Foreldrar: Guðmundur (d. í dec. 1802, 76 ára) Jónsson á Spákonufelli (Guðmundssonar) og kona hans Helga (d. 19. okt. 1814, 89 ára) Ólafsdóttir á Svínavatni, Tumasonar. Bjó á Spákonufelli eins og faðir hans og föðurfaðir, en síðast bjó hann á Sæunnarstöðum. Dó á Vindhæli. Lögkænn og málafylgjumaður, oft verjandi eða sækjandi í málum. Ritfær vel; stjórnsamur og harðgerr. Kona 1: Katrín (d. í ág. 1825, 54 ára) Einarsdóttir. Börn þeirra, sem upp komust: Davíð (f. 1775, d. 1858) hreppstjóri á Hvarfi í Víðidal, Guðmundur í Skrapatungu, Skarphéðinn á Sneis, 302 Sigríður átti fyrr Árna Jónsson á Sneis, síðar Eirík Vigfússon Reykdal, Margrét. Kona 2: Svanhildur (f. 1776) Ívarsdóttir; þau bl. (M.B.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.