Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Davíð Guðmundsson

(15. júní 1834–27. sept. 1905)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur hreppstjóri Ólafsson að Vindhæli á Skagaströnd og f. k. hans Ingibjörg Árnadóttir prests að Hofi á Skagaströnd, Ilugasonar.

Lærði undir skóla hjá móðurbróður sínum, Jóni Árnasyni (síðar bókaverði). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1848, stúdent 1855, með 1. einkunn (84 st.), próf úr prestaskóla 1857, með 1. einkunn (45 st.). Var síðan kennari hjá Eggert sýslumanni Briem, sem þá bjó að Espihóli.

Fekk Kvíabekk 9. jan. 1860, vígðist 20. maí s. á., fór þangað ekki, fekk 1. júní s.á. Fell í Sléttahlíð (í skiptum við síra Stefán Árnason), Möðruvallaklaustursprestakall 17. júní 1873, fekk þar lausn frá prestskap 31. maí 1905. Bjó þar að Hofi. Prófastur í Vaðlaþingi 1876–97. Þm. Skagf. 1869–73.

R. af dbr. 26. maí 1892. Vel að sér og kenndi ýmsum undir skóla. Samdi: Nýtt stafrófskver; ritgerðir í Kirkjublaði og Verði ljós. Handrit (ræður, dagbækur, Davíðssálmaskýringar o. fl. í Lbs.). Þýddi: O. Goldsmith: Presturinn á Vökuvöllum, Ak. 1874.

Kona (19. júní 1860): Sigríður (f. 19. maí 1839, d. 2. nóv. 1920) Ólafsdóttir trésmiðs og skálds Briems á Grund.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur fræðimaður, Guðmundur að Hraunum í Fljótum, Ragnheiður átti Stefán alþm. Stefánsson í Fagra Skógi, (Árni) Hannes að Hofi, Valgerður (Sunnanfari VIII; Óðinn 1; Bjarmi, 2. og 19. árg.; Kirkjublað 1934; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.