Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Davíð (Marínó) Þorvaldsson

(3. júní 1901–3. júlí 1932)

Skáld.

Foreldrar: Þorvaldur útibússtjóri Davíðsson á Ak. og kona hans Jóhanna Katrín Jónasdóttir hreppstjóra að Þrastarhóli, Gunnlaugssonar. Varð stúdent úr menntaskól. í Rv. 1925, með 1. einkunn (6,98). Stundaði jarðfræði í Sorbonne í París, sýktist og andaðist á Vífilsstöðum. Rit: Björn formaður, Rv. 1929; Kalviðir, Rv. 1930.

Ókv. og bl. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.