Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daníel Jónsson

(25. nóv. 1805–14. dec. 1865)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Jónsson að Auðkúlu og kona hans Ingibjörg Oddsdóttir prests í Miklabæ, Gíslasonar. Var tekinn í Bessastaðaskóla 1822, stúdent þaðan 1829, með meðalvitnisburði.

Næsta vetur kenndi hann hjá síra Jóni Þorsteinssyni í Reykjahlíð, næstu 4 ár var hann við barnakennslu í Gufunesi, hjá Bjarna assessor Thorarensen, síðar amtmanni, síðan (frá 1834) í hjáleigu í Hvalsnesi á Miðnesi, til þess er hann vígðist 19. júní 1836 aðstoðarprestsíra Gísla Auðunarsonar í Húsavík, fekk Kvíabekk 11. dec. 1839 og fluttist þangað vorið 1840, Ögurþing 24. nóv. 1859, fluttist þangað vorið 1860, var fyrst í húsmennsku á Eyri í Seyðisfirði, en bjó á Eiði í Hestfirði frá 1861 til dauðadags. Hann var settur til að gegna Eyri í Skutulsfirði eftir síra Hálfdan Einarsson, og á heimleið þaðan drukknaði hann. Heldur þókti lítið til hans koma, talinn bæði hégómlegur og smásmuglegur, en söngmaður var hann góður og kunni til sunds.

Kona (1833): Ólöf (f. um 1811, d. 14. júlí 1863) Tómasdóttir í Hvalsnesi, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Ingibjörg átti Ólaf Jónsson frá Heydal, Jóhannssonar, Sigríður átti Jens dbrm. Jónsson að Hóli í Hvammssveit (3. kona hans) (Vitæ ord. 1836; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.