Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daníel Jónsson

(21. dec. 1821 – 23. okt. 1886)

. Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón (drukknaði 15. apr.1823, 35 ára) Jónsson á Þóroddsstöðum í Hrútafirði og kona hans Ingibjörg (d. 1. jan. 1851, 62 ára) Daníelsdóttir hreppstj. á Þóroddsstöðum, Grímssonar.

Hóf búskap á Þóroddsstöðum vorið 1848 og bjó þar til æviloka. Mikill umsýslumaður og sveitarhöfðingi, en drykkfelldur. Fór lengi með hreppstjórn í Staðarhreppi og átti sæti í sýslunefnd. Dbrm. 2. ág. 1874.

Kona (28. júní 1848): Valgerður (d. 12. apríl 1908, 77 ára) Tómasdóttir í Broddanesi, Jónssonar, Þau áttu mörg börn, er öll dóu í bernsku nema einn sonur, Jón, er lézt um tvítugt, ókvæntur (kirkjubækur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.