Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daníel Jónsson

(17.júní 1853 – 18. febr. 1930)
. Bóndi. Foreldrar: Jón (d. 23. júní 1894, 68 ára) Daníelsson á Eiði á Langanesi og kona hans Arnþrúður (d. 17. ág. 1920, 91 árs) Jónsdóttir á Syðra-Lóni, Sigurðssonar. Bóndi á Eiði. Mikill búhöldur og bætti jörð sína að húsum og ræktun. Kom upp æðarvarpi með því að byggja hólma í Eiðisvatni. Fekkst við súrþaraverkun með góðum árangri (og ritaði um það í Búnaðarritið 1912). Hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX. 1896. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Ritaði greinar í blöð og tímarit. Kona 1 (6. júlí 1875): Þorbjörg (d. 15. mars 1880, 28 ára) Einarsdóttir í Fagranesi á Langanesi, Eymundssonar. Dóttir þeirra: Þorbjörg átti Gunnlaug Jónsson á Eiði. Kona 2 (17. okt. 1889): Margrét (d. 1898, 44 ára) Vigfúsdóttir í Garði í Þistilfirði, Kristjánssonar. Börn þeirra: Jón búfræðingur dó ókv., Arnþrúður átti Halldór hreppstjóra Benediktsson á Hallgilsstöðum (s.k.), Björg (Br7.; Óðinn XI; kirkjubækur).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.