Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daníel Jónsson

(13. ág. 1802 – 20. jan. 1890)

. Hreppstjóri, dbrm. Foreldrar: Jón (d. 3. okt. 1838, TT ára) Brandsson á Fróðastöðum í Hvítársíðu og 3. kona hans Guðrún (d. 26. maí 1843, 81 árs) Jónsdóttir frá Innri-Skeljabrekku. Bóndi á Fróðastöðum frá 1830 til æviloka. Gildur bóndi; hreppstjóri Hvítársíðuhrepps í 26 ár. Vel gáfaður, bókhneigður og fróðleiksmaður. Ritaði eins konar árbækur, sem náðu yfir meiri hluta ævi hans; var þar skýrt frá mönnum, ættum og atburðum um Borgarfjörð og víðar.

Fastheldinn við fornar venjur, vinfastur og viðskiptagóður og mjög gestrisinn. Dbrm. 2. ág. 1874.

Kona (29. júní 1840): Sigríður (d. 4. nóv. 1912, 94 ára) Halldórsdóttir fræðimanns á Ásbjarnarstöðum, Pálssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti Halldór Ólafsson á Síðumúlaveggjum, Halldór alþm. í Langholti, síðar í Vesturheimi, Brandur á Fróðastöðum (Fréttir frá Íslandi 1890; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.