Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Daníel Halldórsson
(20. ágúst [12. ágúst Vita]– 1820–10. sept. 1908)
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Ámundason á Mel og s.k. hans Margrét Egilsdóttir prests á Staðarbakka, Jónssonar. Lærði hjá föður sínum og 1 vetur hjá Birni adjunkt Gunnlaugssyni. Tekinn í Bessastaðaskóla 1836, stúdent 27. maí 1842 (96 st.). Vígðist (með aldursleyfi) 16. apr. 1843 aðstoðarprestur föður síns, fekk Glæsibæ 23. okt. 1843, fluttist þangað vorið 1844, fekk Hrafnagil 26. mars 1860. Var prófastur í Vaðlaþingi 1857–76. Fekk Hólma 19. ágúst 1880, fluttist þangað vorið 1881, fekk lausn frá prestskap 4. nóv. 1892 frá fardögum 1893, fluttist að Útskálum 1907 og andaðist þar.
R. af dbr. 2. ág. 1874.
Kona (1850): Jakobína Sofía (f. 20. mars 1830, d. 6. sept. 1914) Magnúsdóttir á Stóra Eyrarlandi Thorarensens.
Börn þeirra, sem upp komust: Halldór aðaldómari, síra Kristinn að Útskálum, Jóhannes (d. í Reykjavíkurskóla), Margrét f.k. síra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar að Hólmum, Ragnheiður miðkona síra Jóns Halldórssonar í Sauðanesi, Sofía síðasta kona sama manns (Vitæ ord. 1843; Sunnanfari II; Nýtt kirkjublað 1908; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Ámundason á Mel og s.k. hans Margrét Egilsdóttir prests á Staðarbakka, Jónssonar. Lærði hjá föður sínum og 1 vetur hjá Birni adjunkt Gunnlaugssyni. Tekinn í Bessastaðaskóla 1836, stúdent 27. maí 1842 (96 st.). Vígðist (með aldursleyfi) 16. apr. 1843 aðstoðarprestur föður síns, fekk Glæsibæ 23. okt. 1843, fluttist þangað vorið 1844, fekk Hrafnagil 26. mars 1860. Var prófastur í Vaðlaþingi 1857–76. Fekk Hólma 19. ágúst 1880, fluttist þangað vorið 1881, fekk lausn frá prestskap 4. nóv. 1892 frá fardögum 1893, fluttist að Útskálum 1907 og andaðist þar.
R. af dbr. 2. ág. 1874.
Kona (1850): Jakobína Sofía (f. 20. mars 1830, d. 6. sept. 1914) Magnúsdóttir á Stóra Eyrarlandi Thorarensens.
Börn þeirra, sem upp komust: Halldór aðaldómari, síra Kristinn að Útskálum, Jóhannes (d. í Reykjavíkurskóla), Margrét f.k. síra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar að Hólmum, Ragnheiður miðkona síra Jóns Halldórssonar í Sauðanesi, Sofía síðasta kona sama manns (Vitæ ord. 1843; Sunnanfari II; Nýtt kirkjublað 1908; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.