Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daníel Daníelsson

(21. maí 1866–6. dec. 1937)

Dyravörður o. fl.

Launsonur Daníels Markússonar frá Langamýri í Blöndudal með Kristveigu Guðmundsdóttur að Kollafossi, Þorsteinssonar. Nam ljósmyndagerð og bókband og vann að útflutningi Vesturfara hjá Sigfúsi Eymundssyni. Bjó í Brautarholti 1909–14 (gegndi þar trúnaðarstörfum hreppsins), að Lágafelli 1914–16, stundaði verzlun o. fl. í Rv. 1916–17, hafði veitingar við Ölfusá 1917–19, hafði búskap og brauðgerð á Stokkseyri 1919, kaupsýslu í Rv. frá 1920, dyravörður í stjórnarráði frá 1923 til æviloka. Hestamaður mikill, stofnaði hestamannafélagið Fák 1922, heiðursfélagi þess 1934; Rit: (með öðrum) Hestar, Rv. 1925; Meðferð hesta, Rv. 1932; Í áföngum, Rv. 1937; greinir í Dýraverndara VII og oft í blöðum.

Kona (1892): Níelsína Abígael Ólafsdóttir kaupmanns í Hf., Jónssonar.

Dætur þeirra: Guðrún átti Þórarin Kjartansson í Rv., Solveig átti Jón bæjarbókara B. Jónsson, Kristín átti Egil kaupfélagsstjóra Thorarensen (sjá einkum rit DD.: Í áföngum).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.