Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Daníel (Ólafur Daníel Theodór) Thorlacius

(8. maí 1828–31. ág. 1904)

Veræzlunarstjóri.

Foreldrar: Árni kaupm. Thorlacius í Stykkishólmi og kona hans Anna Daníelsdóttir verzIunarstj. Steenbachs. Var framan af verzlunarmaður, verzlunarstjóri (fyrir norska samlagið) í Stykkishólmi 1870–4. Varð heilsulaus (farlama) um 1888, fluttist til Rv. um 1900 og andaðist þar. Þm. Snæf. 1869 (varaþm.).

Kona (7. sept. 1872): Guðrún (d. 1930) Jósepsdóttir læknis, Skaftasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Árni búfræðingur, fór til Vesturheims, tók þátt í heimsstyrjöldinni miklu hinni fyrri, kom síðan aftur til Rv., Guðrún átti Henrik verzlunarmann Jónsson í Rv., Jórunn átti Magnús Þórarinsson rakara í Rv., er síðar fluttist austur á land, Björnólfur ljósmyndari, fór til Vesturheims (er þar málari), Arnkell lærði stýrimannafræði (drukknaði við Vestmannaeyjar), Jósep, dó um tvítugt, ókv. og bl., Ólína óg. í Danmörku (BB. Sýsl.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.