Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Dagbjartur Jónsson

(11. mars 1903–25. apríl 1942)

. Guðfræðingur, kennari. Foreldrar: Jón (d. 2. dec. 1935) Bjarnason söðlasmiður á Stokkseyri og Guðrún Sigurðardóttir í Bjálmholti í Holtum, Björnssonar.

Stúdent í Reykjavík 1927 með 1. einkunn (6,12 st.). Lauk guðfræðiprófi í Háskóla Íslands 30. sept. 1931 með 1. einkunn (119 st.). Stundaði framhaldsnám í guðfræði í Danmörku og Englandi veturinn 1932–33. Varð kennari við gagnfræðaskólann í Hafnarfirði 1. okt. 1933 og hélt því starfi til æviloka. Fór námsför til Englands 1935 og til Danmerkur 1939. Ritstörf: Kirkjuherinn enski (í Prestafél.riti, 15. árg.). Ókvæntur (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.