Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Carl (Friðrik) Proppé
(22. nóv. 1876–3. nóv. 1942)
. Kaupmaður. Foreldrar: Claus Eggert Diedrich Proppé (d. 14. sept. 1898, 59 ára) bakari í Hafnarfirði og kona hans Helga (d. 17. okt. 1925, 77 ára) Jónsdóttir á Grjóteyri í Kjós, Jónssonar.
Stundaði verzlun alla ævi; var verzlunarstjóri á Þingeyri og meðeigandi í verzlunum. Var einn af stofnendum veræzlunarráðsins; í stjórn þess frá stofnun til 1938. Var umboðsmaður stjórnarinnar í London 1917; í innflutningsnefnd 1914–18; í hafnarnefnd Reykjavíkur í mörg ár. Kona (14. ág. 1904): Jóhanna (f. 15. júní 1880, d. 10. mars 1935) Jósafatsdóttir á Kirkjufelli í Eyrarsveit, Samsonarsonar. Börn þeirra, sem upp komust: Kristinn Gunnar verzIm. á Patreksfirði, Jóhannes Haraldur skrifstofumaður í Reykjavík, Hugo dó 25 ára, Lára Hildur átti Garðar Jóhannesson forstjóra á Patreksfirði, Fríða lyfsali á Akranesi, Carla Hanna átti Þóri Kristinsson bifreiðasmið í Reykjavík.
Kjörsonur: Ástráður húsgagnasmiður á Akranesi (Br7.; o. fl.)
. Kaupmaður. Foreldrar: Claus Eggert Diedrich Proppé (d. 14. sept. 1898, 59 ára) bakari í Hafnarfirði og kona hans Helga (d. 17. okt. 1925, 77 ára) Jónsdóttir á Grjóteyri í Kjós, Jónssonar.
Stundaði verzlun alla ævi; var verzlunarstjóri á Þingeyri og meðeigandi í verzlunum. Var einn af stofnendum veræzlunarráðsins; í stjórn þess frá stofnun til 1938. Var umboðsmaður stjórnarinnar í London 1917; í innflutningsnefnd 1914–18; í hafnarnefnd Reykjavíkur í mörg ár. Kona (14. ág. 1904): Jóhanna (f. 15. júní 1880, d. 10. mars 1935) Jósafatsdóttir á Kirkjufelli í Eyrarsveit, Samsonarsonar. Börn þeirra, sem upp komust: Kristinn Gunnar verzIm. á Patreksfirði, Jóhannes Haraldur skrifstofumaður í Reykjavík, Hugo dó 25 ára, Lára Hildur átti Garðar Jóhannesson forstjóra á Patreksfirði, Fríða lyfsali á Akranesi, Carla Hanna átti Þóri Kristinsson bifreiðasmið í Reykjavík.
Kjörsonur: Ástráður húsgagnasmiður á Akranesi (Br7.; o. fl.)
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.