Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórólfur Sigurðsson

(6. maí 1886–15. júní 1940)

Skrifstofustjóri.

Foreldrar: Sigurður Jónsson að Baldursheimi við Mývatn og kona hans Solveig Pétursdóttir í Reykjahlíð, Jónssonar. Gagnfræðingur á Akureyri 1909. Bjó að Baldursheimi frá 1911 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í héraði, kynnti sér samvinnufélög í Englandi og Svíaríki. Skrifstofustjóri nýbýlasjóðs 1936–40. Ritstjóri að tímaritinu Rétti 1915–25.

Kona (1938): Hólmfríður Eðvaldsdóttir kaupmanns Hemmerts við Blönduós. Áttu einn son (Br7.; JJ. Reykjahlíðarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.