Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórólfur Finnsson

(um 1707– um 1754)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Finnur lögréttumaður Nikulásson að Múla á Skálmarnesi og fyrsta kona hans Ingibjörg Arngrímsdóttir í Sælingsdalstungu, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla, varð stúdent 1731, átti s. á. barn í lausaleik (með Guðrúnu Loptsdóttur).

Bjó jafnan síðan að Múla á Skálmarnesi, varð lögréttumaður 1750, getur í alþb. 1753, en eigi síðar.

Kona: Guðrún (f. um 1698, enn á lífi 1780), dóttir Axels Friðriks lögréttumanns Jónssonar að Hömrum í Grímsnesi.

Börn þeirra: Finnur stúdent, Axel að Múla á Skálmarnesi, Ingibjörg átti Jón Einarsson að Grænhól á Barðaströnd, Ólöf átti Jón Loptsson að Múla á Skálmarnesi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.