Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórólfur Beck

(16. febr. 1883–3. júní 1929)

Skipstjóri.

Foreldrar: Hans hreppstjóri Beck á Sómastöðum og kona hans Steinunn Pálsdóttir að Karlsskála, Jónssonar. Hóf siglingar 17 ára. Lauk skipstjóraprófi í Danmörku. Var síðan stýrimaður á skipum erlendis og fór víða um heim. Stýrimaður á Gullfossi, skipstjóri á Sterling og Esju.

Kona (1907): Þóra Konráðsdóttir Kemps.

Börn þeirra: Konráð fulltrúi í stjórnarráði, Kristján W. verkamaður í Reykjavík, Hulda átti ameríkskan mann (Ægir, 22. árg.; Br t0st15).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.