Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þórðarson, hreða, skáld

(10. og 11. öld)

Bóndi að Ósi í Miðfirði, síðast í Miklabæ í Óslandshlíð.

Foreldrar: Þórður hersir Hörða-Kárason og s.k. hans, sem talin er Helga Vémundardóttir orðlokars, Þórólfssonar voganefs o.s.frv. Var kappi mikill og listamaður til munns og handa. Er af honum sérstök saga við hann kennd, ef sögu mætti kalla. Vísur, sem honum og Ásbirni eru eignaðar eru miklu yngri, sjá FJ. Litt.

Kona (talin): Ólöf Hrolleifsdóttir hins mikla Arnaldssonar, ekkja Þórhalls (föðurnafns er ekki getið) í Miklabæ í Óslandshlíð. Af öðrum stað (í Vatnshyrnu), er að ráða, að Ólöf hafi verið dóttir Kálfs á Kálfsstöðum (Þórðars. hreðu; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.