Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þórðarson, Grunnvíkingur

(12. ág. 1878–29. sept. 1913)

Skáld. Launsonur Þórðar alþm. Magnússonar í Hattardal og Petrínu Jónsdóttur í Hattardalskoti, Ólafssonar. Ólst upp á Hornströndum, bjó í nýbýli í Munaðarnesi 1903–7. Var síðan á Ísafirði og Bolungarvík.

Var bókbindari og sjómaður, fróðleiksmaður og hagmæltur.

Drukknaði af skipi frá Ísafirði.

Pr. eftir hann: Konungskomuríma, Ísaf. 1908; Carmina, Rv. 1913 (eftir hann er og í handritum).

Kona (1898): Solveig Jónsdóttir í Munaðarnesi, Gíslasonar.

Börn þeirra: Petrína, Ástrún, Skúli, Guðmundur, Indriði Þórarinn, Jón Elías (Brl.;s0sf15).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.