Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þórðarson

(– – 1403)

Prestur á Höskuldsstöðum, Hólaráðsmaður, officialis og prófastur í Húnavatnsþingi.

Foreldrar: Þórður að Skarði Loptsson (Þórðarsonar á Stóru Völlum, Andréssonar, Sæmundssonar í Odda) og kona hans Guðrún Illugadóttir að Geitaskarði, Gunnarssonar, Klængssonar, Kleppjárnssonar (SD.), Kemur mjög við skjöl og hefir verið mikilhæfur maður og auðugur. Barnamóðir hans hét Valdís Helgadóttir og hefir d. 1403.

Börn þeirra: Arngrímur að Marðarnúpi, Jón prestur að Skarði á Landi, Ingiríður á Holtastöðum, fylgdi síra Einari Þorvarðssyni (SD.). (– – (Dipl. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.