Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þórðarson

(8. janúar 1828–7. maí 1899)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Þórður Jónsson á Rauðkollsstöðum og kona hans Kristín Þorleifsdóttir í Skógarnesi, Guðbrandssonar.

Bjó í Hítardal, Söðulsholti, en á Rauðkollsstöðum 1866–99.

Var framkvæmdamaður í héraði. Dbrm. Þm. Snæf. 1875–9.

Kona 1 (28. sept. 1849): Ásdís (d. 30. mars 1894) Gísladóttir í Hraunhöfn, Árnasonar.

Börn : þeirra: Jón, Ásgeir Jóhann, Pétur, Gísli Kristján, Kristín Jóhanna, Guðríður Stefanía.

Kona 2: Pálína Hansdóttir Hjaltalíns á Jörfa. Synir þeirra: Óskar, Þórður, Sturla (Alþingismannatal; Sunnanfari TI; BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.