Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þórðarson

(3. janúar 1867–2. ágúst 1939)

Læknir.

Foreldrar: Þórður Árnason á Dalgeirsstöðum í Miðfirði (fluttist til Vesturheims 1873) og kona hans Guðrún Grímsdóttir á Grímsstöðum í Reykholtsdal, Steinólfssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1881, varð stúdent 1887, með 1. einkunn (92 st.). Stundaði nám í Cornellháskóla 1891–2, lækninganám í Chicagoháskóla frá 1893 og lauk þar prófi 1897 og aftur læknaprófi árið 1898 í St. Paul í Minnesota-ríki frá 1897 til æviloka. Ritstjóri Vínlands, Minn. 1902–6. Þýð. (með öðrum): Smásögur eftir ýmsa höfunda, Minn. 1906.

Kona (1900): Sigurbjörg Sigurbjarnarðóttir, Ásbjarnarsonar.

Börn þeirra lifðu ekki föður sinn (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.