Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þórðarson

(1684– Í mars 1739)

Prestur.

Foreldrar: Þórður lögréttumaður Finnsson á Ökrum og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir á Syðra Rauðamel, Börnssonar. Lærði fyrst hjá síra Jóni Halldórssyni í Hítardal, tekinn í Skálholtsskóla 1702, varð stúdent 1707, fekk Borgarþing á Mýrum 17. dec. 1707, vígðist 11. jan. 1708, bjó þar fyrst að Borg, síðar á Ferjubakka, fekk 30. mars 1716 veiting Páls Beyers fyrir Helgafelli, en sú veiting varð ónýt, með því að Oddur lögmaður veitti síra Snorra Jónssyni prestakallið og konungur síðan, var samt millibilsprestur að Helgafelli til fardaga 1720, setti þá bú á Narfeyri, fekk Hvamm í Hvammssveit 19. apr. 1721, fluttist þangað vorið 1722 og hélt til æviloka, var og prófastur í Dalasýslu frá 10. mars 1731 til dauðadags. Eftir hann er annáll (í Ann. bmf. IT) og ættartölubók (í Lbs.).

Kona (6. okt. 1709, konungsleyfi vegna frændsemi): Þorbjörg Eiríksdóttir prests í Lundi, Eyjólfssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Margrét átti Jón Sigurðsson að Ingjaldshóli, Jónssonar, Ragnhildur átti Magnús Jónsson ráðsmann að Skarði, síra Eiríkur í Nesi, Guðrún s. k. síra Ketils Jónssonar í Húsavík, síra Þorsteinn í Hvammi, Jón drukknaði, er hann var í Skálholtsskóla, Gunnar dó váveiflega, Eyjólfur á Skerðingsstöðum, Guðmundur guðfræðingur, síra Einar í Hvammi, Guðbjörg óg. (Saga Ísl. VI; Ann. bmf. TI; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.