Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þórarinsson, Laufæsingur

(um 1140–1217)

. Goðorðsmaður. Foreldrar: Þórarinn Þorvarðsson prestur „eystra“ fyrir og um 1143, án efa bróðir Jóns prests svarta (sjá hann), og Þuríður Guðmundsdóttir lögsögumanns, Þorgeirssonar (hún átti síðar Þorvald auðga). Bjó í Laufási og hafði Laufæsingagoðorð, sem án efa var hluti af Ljósvetningagoðorði hinu forna. Þórður var heldur grályndur og harðlyndur og varla sættir manna. Kemur mjög við sögu Guðmundar dýra Þorvaldssonar, hálfbróður síns sammæðra. En albróðir Þórðar var Jón skáld. Kona 1 (ókunn). Synir þeirra: Hákon, Hildibrandur, Dagstyggur.

Kona 2: Margrét Oddsdóttir á Hofi í Vopnafirði, Gizurarsonar. Sonur þeirra (en ekki Þórðar Önundarsonar) mun hafa verið: Þorvarður í Saurbæ í Eyjafirði (1217–62 og lengur; sbr. dr. Jón Jóhannesson í Sturl. útgáfu hans, og er þetta leiðrétting á ættfærslu Þorvarðs í Blöndu VII, 229, 235) (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.