Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þorsteinsson

(um 1642–1705)

Prestur. Var á vegum Gunnlaugs lögréttumann Filippussonar að Sandhólaferju.

Lærði í Skálholtsskóla. Vígðist 24. júlí 1670 aðstoðarprestur síra Magnúsar Péturssonar á Hörgslandi. Var kvaddur til prests í Villingaholti 1672, settur þar inn af prófasti 13. nóv. s. á., fekk veiting fyrir því prestakalli 17. apr. 1673 og hélt til æviloka.

Kona 1: Guðrún Magnúsdóttir prests í Kálfholti, Pálssonar. Dóttir þeirra: Guðný átti fyrr Þorlák Bergsson lögréttumanns, Benediktssonar að Stóra Hrauni, síðar Brynjólf lögréttumann Þórðarson (sjá hann) sst.

Kona 2: Guðríður (f. um 1661) Ásmundsdóttir að Tungufelli, Guðnasonar.

Börn þeirra: Ásmundur, Guðrún, Finnur, Halldór, síra Oddur í Keldnaþingum (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.