Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þorsteinsson

(12. maí 1829–15. jan. 1915)

Trésmiður.

Foreldrar: Þorsteinn sterki Guðmundsson í Krossavík og kona hans Guðríður Sigurðardóttir prests að Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar. Nam ungur trésmíðar af Ólafi Briem á Grund.

Bjó fyrst með móður sinni í Krossavík, síðan ýmist þar eða á Eyjólfsstöðum á Völlum, andaðist á Hjaltastöðum í Útmannasveit. Vinsæll maður, iðjumaður á bók og hendur, talinn því nær óskiljanlega rammur að afli, og þó eigi mikill vexti.

Kona (1868): Guðlaug Sigurðardóttir á Eyjólfsstöðum, Guðmundssonar (þau voru bræðabörn).

Sonur þeirra: Síra Vigfús í Heydölum (Óðinn XIV; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.