Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þorláksson

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Þorlákur Þórðarson að Marðarnúpi og kona hans Solveig Björnsdóttir í Bólstaðarhlíð, Magnússonar.

Er talinn fyrst hafa verið djákn að Þingeyum, er orðinn prestur að Undornfelli vorið 1666, missti þar prestskap vegna hórdómsbrots (með Ólöfu Bjarnadóttur) 1670, og urðu af mikil prestastefnumál, enn 1675. Bjó síðan á eignarjörð sinni Stóru Borg. Hjá honum var Páll lögmaður Vídalín fyrst að námi.

Kona (30. sept. 1666): Þóra Pálsdóttir alþingisskrifara á Hvanneyri, Gíslasonar. Dætur þeirra, sem upp komust: Hólmfríður átti síra Stefán Hallkelsson á Stað í Grindavík, Þórunn átti fyrr síra Gísla Oddsson í Grímsey, síðan Jón smið Jónsson að Krossum, Guðrún átti launson (Guðmund stúdent) með síra Lýð Magnússyni í Skarðsþingum, Oddný átti síra Jón Jónsson í Görðum á Akranesi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.