Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þorláksson

(14. ágúst 1637–16. mars 1697)

Byskup.

Foreldrar: Þorlákur byskup Skúlason og kona hans Kristín Gísladóttir lögmanns, Hákonarsonar. Lærði í Hólaskóla, varð stúdent 1656, fór utan s. á., var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 27. nóv. s.á., varð þar síðar attestatus. Hlaut afgjöld Miðfjarðarjarða konungs 1657 og hélt, til þess er hann varð byskup. Kom aftur til landsins 1658, var rektor í Hólaskóla 1660–3. Fór aftur utan 1663 og var næsta vetur í Kh., síðan hálft ár að námi í háskólanum í Rostock og í háskólanum í Wittenberg nálega 1 ár, ferðaðist og víðar um Þýzkaland og Frakkland, skráður í háskólann í Strassburg 28. apr. 1666, var í París háveturinn 1666–T, fór síðan um Belgíu og Holland til Kh.; hlaut þar magistersnafnbót í háskólanum 27. júní 1667, kom til landsins snöggvast 1668, en var næsta vetur enn utanlands, fekk vonarbréf 15. júní 1669 fyrir Skálholtsbyskupsdæmi (staðfest aftur af konungi 20. maí 1670).

Fór 1669 til Noregs og dvaldist um tíma hjá Þormóði Torfasyni á Stangarlandi. Kom til landsins 1670 og dvaldist næsta vetur að Hólum. Fór utan í fjórða sinn 1671, vígðist byskupsvígslu 25. febr. 1672 og kom til landsins s. á., fekk s. á. Hof í Vopnafirði, en sat þar eigi, heldur hafði þar aðstoðarprest; dvaldist sjálfur að Hólum, þar til hann tók við Skálholtsbyskupsdæmi vorið 1674, við uppgjöf Brynjólfs byskups Sveinssonar og hélt til æviloka. Var hirðumaður í „kirkjustjórn; bréfabækur hans, synodalbók og visitazíubók eru í þjóðskjalasafni. Hann flutti prentverkið frá Hólum í Skálholt 1685 og var stórvirkur í bókagerð. Lét fyrstur manna hérlendis prenta íslenzkar sögur (Skálholtssögur), en ella að sjálfsögðu mest guðsorðabækur, Þýðingar hans á guðsorðabókum pr. þar: Chemnitz o. fl: Harmonia (1685); Olearius: Bænakver (1687); Dilherr: Húss- og reisupostilla (1690); Olearius: Exercitium precum (1692); Lossius: Stutt innihald catechismi. Hann endurbætti og mjög prentverkið, enda var hann sjálfur mikill hagleiks- og hugvitsmaður. Manna fjölhæfastur og bezt að sér. Lét t.d. prenta rím („„Enchiridion“), Hól. 1671; rímtal, Skálh. 1687; rím („Calendarium perpetuum'“), Skálh. 1692. Merkast rita hans er söguleg landlýsing Íslands á latínu („Dissertatio. chorographicohistorica de Islandia“), pr. í Wittenberg fyrst 1666 og tvívegis eftir það. Grænlandslýsing eftir hann er í Lbs., en landabréf af Grænlandi með dönskum skýringum í konungsbókhlöðu í Kh. Gerði tilraunir í Skálholti í kornrækt og hlóð þar upp Þorlákslaug af grjóti og kalki og setti í hana tvo stokka. Hann var orðlagt ljúfmenni og þó virðulegur í framkomu, góðgerðasamur og veitull. Fæðingarsveit sinni gaf hann Vallholt ytra, en þurfamönnum í Skálholtsbyskupsdæmi 20 hundr. í lausafé eftir sig.

Kona (5. júlí 1674): Guðríður (f. 1652, d. 1707) Gísladóttir sýslumanns að Hlíðarenda, „Magnússonar. Synir þeirra: Þorlákur rektor í Skálholti, ókv. og bl., Brynjólfur sýslumaður að Hlíðarenda (Saga Ísl. V; JH. Bps. 1:; Þorv. Th. Landfrs.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.