Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þorleifsson

(um 1668–1738)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Síra Þorleifur Árnason að Kálfafelli og kona hans Guðlaug Þórðardóttir. Er talinn hafa orðið stúdent, var síðan í þjónustu Sigurðar lögmanns Björnssonar. Hélt hálft Kirkjubæjarklaustur 1696–1715 og bjó þar, en síðan í Holti í Mýrdal. Hefir samið rit um Kötlugos 1721 (Safn IV). Átti 2 launbörn, fyrst með Halldóru Erlendsdóttur prests að Tjörn á Vatnsnesi, Illugasonar, hitt með Steinunni Erlendsdóttur prests á Melstað, Ólafssonar.

Fekk 8. mars 1698 konungsleyfi til hjúskapar við Steinunni, sem var skyld Halldóru.

Börn þeirra Steinunnar: Bjarni stúdent á Móeiðarhvoli, Þóra, Elín (HÞ.; Saga Ísl. VI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.