Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þorleifsson

(um 1633–22. nóv. 1676)

Prestur.

Foreldrar: Þorleifur í Hjarðardal Sveinsson (prests í Holti, Símonarsonar) og f.k. hans Guðlaug Bjarnadóttir á Kirkjubóli í Önundarfirði, Jónssonar.

Lærði í Skálholtsskóla og var með Brynjólfi byskupi, föðurbróður sínum, vígðist 30. nóv. 1656 að Torfastöðum (veitingarbréf 28. maí 1658, og hefir þá tekið við staðnum að fullu), fekk Þingvöllu 1669 og hélt til æviloka.

Kona: Þóra (enn á lífi 1688) Árnadóttir að Staðarfelli, Gíslasonar.

Börn þeirra: Síra Gottskálk í Keldnaþingum, Jón að Bíldsfelli, Engilbert (er í Heydölum 1703, 27 ára, „heilsuveikur“), Guðrún átti síra Gísla Álfsson í Kaldaðarnesi, Gyríður s.k. síra Árna Álfssonar í Heydölum, Helga s.k. síra Gizurar Péturssonar í Vestmannaeyjum, Guðlaug átti Hannes Sigurðsson í Belgsholti (HÞ... SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.