Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Þorbjarnarson, Rúfeyjaskáld

(11. og 12. öld)

Bóndi í Rúfeyjum, síðast í Hvammsdal.

Foreldrar: Þorbjörn Þorleifsson að Hrafnagili og kona hans Þuríður Ásmundsdóttir, Þorgestssonar (og Helgu, systur Steinþórs á Eyri).

Kona: Helga Þórhallsdóttir, Kálfssonar,

Sonur þeirra: Hrafnkell, „er Skáld-Hrafn er kallaður“. Ef sami maður er „Skáld-Þórður“, hefir og dóttir hans verið Guðbjörg, er átti Kjartan Halldórsson hvirfils. Eftir Þórð er nú varðveitt einungis 1 lausavísa (Sturl.; sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.