Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þórður Ólafsson, gellir

(10. öld)

Goði í Hvammi í Hvammssveit.

Foreldrar: Ólafur feilan Þorsteinsson rauðs og kona hans Álfdís hin bareyska Konálsdóttir. Hann kom mjög við sögur og mátti sín mikils, átti deilur við Tungu-Odd, átti frumkvæði að setningu fjórðungsþinga.

Kona: Hróðný, dóttir Miðfjarðar-Skeggja.

Börn þeirra: Eyjólfur grái í Otradal, Þórarinn fylsenni í Hvammi, Þorkell kuggi í Ljáskógum, Þórhildur átti Þorgrím goða Kjallaksson hins gamla (sjá þó Eyrbyggju), Arnóra átti Þorgest Steinsson mjögsiglanda, Þórhildur rjúpa átti Snorra-HöfðaÞórðarson, Arnleif átti „Áslák Þorbergsson í Langadal á Skógarströnd (Íslb.; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.